Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum
eyjar.jpg

Sögubrot

 

eyjar.jpg

Um okkur

Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum gengur nú í endurnýjun lífdaga og er stefnan sett á að vera með fjölbreytta menningarstarfsemi í húsinu. Húsið var nýlega keypt af hópi aðila sem eiga flestir sterkar tengingar og taugar til Vestmannaeyja.

Nú taka við framkvæmdir og breytingar þar sem sett verður upp nýtt og glæsilegt hljóð-og ljósakerfi sem er á pari við það besta sem gerist á landinu. Einnig verða gerðar breytingar innandyra með það að markmiði að halda í gamla sjarman en endurnýja og bæta það sem má fara betur í húsinu. Síðsumars verða dyr Alþýðuhússins svo opnar og fjölbreytt og öflug dagskrá kynnt. Tónleikar munu leika stóra rullu til að byrja með auk uppistands og annara tengdra menningarviðburða.

Við munum leyfa ykkur að fylgjast með hvernig gengur og tilkynnum dagskrá haustins mjög fljótlega. Það er mikil tilhlökkun í hópnum að takast á við þetta skemmtilega verkefni. Litið verður til tveggja tónleikastaða á landinu, Bæjarbíós í Hafnarfirði og Græna Hattsins á Akureyi með hvernig staðið verður að hlutunum. Hluti eigenda Alþýðuhússins hafa einmitt lyft grettistaki í að gæða lífi í Bæjarbíó í Hafnarfirði.

Hlökkum til að opna Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum og sjá ykkur í húsinu!

Alþýðuhúsið-menningarhús í miðbæ Vestmannaeyja.

Góða skemmtun ;-)