Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum
51872888_10156127080399290_1189543410839584768_o.jpg

MUGISON 4. MAÍ

EYÞÓR INGI - 20. OKTÓBER

TILKYNNING FRÁ MUGISON

Góðan daginn, Ég náði mér í þráláta flensupest um daginn, hélt að ég væri orðinn nógu góður og keyrði til Reykjavíkur í gærkveldi en þá sló hún mig aftur niður þessi viðbjóður - þessvegna ætla ég að hætta við tónleikana í kvöld á Hvolsvelli og á morgun í Vestmanneyjum. Þykir það mjög leiðinlegt sérstaklega þar sem það var orðið uppselt á Hvolsvelli og stefndi í toppmætingu í Eyjum. Þið fáið endurgreitt í dag frá Tix.is. Ég ætla að finna nýja dagsetningu sem fyrst og vona svo sannarlega að þið komist þá. Kær kveðja, Mugison

51872888_10156127080399290_1189543410839584768_o.jpg

Mugison

4. maí

Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega?
Það er náttúrulega bara rugl. Svo er ég búinn að semja slatta af nýjum lögum á íslensku sem við þurfum að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst, hananú.
En ekki of mikið í einu 2-3 lög max á tónleikum :-)
Annars verður maður bara ringlaður.

Í bandinu eru:
Rósa Sveinsdóttir á Saxafón og raddir.
Guðni Finnsson á bassa.
Tobbi Sig á hljómborð, gítar og bakraddir.
Arnar Gísla lemur trommurnar.

Sjáumst eldhress á tónleikunum.

Kveðja,
Mugison