Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum

Um okkur

b. 1986, HK.

eyjar.jpg
 

Velunnarar og vinir alþýðuhússins :

Bæjarbíó

Prime umboðsskrifstofa

Vestmannaeyjabær 

UM ALÞÝÐUHÚSIÐ

Alþýðuhúsið í Vestmannaeyjum hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Mjög metnaðarfull menningardagskrá hefur farið af stað í húsinu við mjög góðar móttökur gesta.  Eigendur hússins hafa hug á að gera Alþýðuhúsið að menningarhúsi Vestmannaeyja þar sem boðið verður uppá það besta úr flóru tónlistar og annarra menningarviðburða.  Til þess að svo megi vera hefur verið ráðist í gagngerar breytingar á húsnæðinu með tilheyrandi fjárfestingu í búnaði til að flytja gestum tónlist á sem bestan máta þannig að hljómburðurinn og upplifunin sé á pari við það besta sem gerist á landinu.  Húsið hefur sinn gamla sjarma og er eitt að sögufrægustu húsum bæjarins sem margir eiga góðar minningar frá svo við endurbæturnar er það haft í huga. 

Tónleikar munu leika stórt hlutverk í húsinu til að byrja með auk uppistands og annarra tengdra leiklistar- og menningarviðburða. Reglulega verða haldnir dansleikir með þekktum hljómsveitum.   Litið verður til tveggja tónleikastaða á landinu, Bæjarbíós í Hafnarfirði og Græna Hattsins á Akureyri, sem verið hafa til fyrirmyndar í sínu tónleika- og viðburðahaldi. Hluti eigenda Alþýðuhússins hafa einmitt lyft grettistaki í að glæða Bæjarbíói í Hafnarfirði nýju lífi og lyfta húsinu á þann stall sem því ber í menningarlífi bæjarins..

Ný og glæsileg heimasíða hefur verið sett á laggirnar www.althyduhusid.is en hún heldur utan um alla viðburði hússins og þar má einnig finna allar upplýsingar um aðstöðuna og þá möguleika sem eru í boði til útleigu fyrir allskyns viðburði til einstaklinga, fyrirtækja, starfsmannafélaga og annarra hópa.

Með vinsemd og virðingu hlökkum við til að taka á móti ykkur í  Alþýðuhúsinu, Menningarhúsi Vestmannaeyja en án ykkar getum við ekki glætt húsið því nýja lífi sem við höfum valið að gefa húsinu, í endurnýjun lífdaga og hefja það til þess stalls sem því ber, með alla sína hlýju og minninga.